Skip to content

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í skólanum í dag. Þar lásu sex nemendur í 7. bekk í úrslitakeppni skólans. Dómnefnd valdi tvo fulltrúa úr hópnum sem keppa til úrslita í hverfinu okkar í Guðríðarkirkju 30. mars. Nemendur stóðu sig allir með stakri prýði og erfitt var fyrir dómnefnd að velja fulltrúa skólans.

Sigurvegarar voru Sóldís Perla Marteinsdóttir og Þórdís Ragnarsdóttir og við óskum þeim til hamingju með sigurinn.  Nú tekur við ströng vinna í undirbúningi hjá þeim fyrir lokakeppnina.

Myndir frá keppninni eru á heimasíðu skólans.