Skip to content

Lestrarsprettur – úrslit

Verðlaun voru veitt á föstudaginn vegna lestrarspretts Ártúnsskóla  sem fór fram 17.-29. janúar. Í ár lásu nemendur bækur eftir norræna höfunda og taldar voru þær mínútur sem börnin lásu. Sigurvegari á yngra stigi var 4. bekkur þar sem hver nemandi las að meðaltali 442 mínútur sem gerir meira en 7 klukkustundir á hvern nemanda. Á miðstigi sigraði 6. bekkur sem las 503 mínútur að meðaltali sem gerir meira en 8 klukkustundir á hvern nemanda.

Allt í allt lásu nemendur skólans 48.374 mínútur sem reiknast sem 806 klukkustundir, sem gerir 33 daga og 14 klukkustundir.

Við óskum nemendunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!