Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2021 voru afhent í Hörpu mánudaginn 21. febrúar. Afhending verðlaunanna er venjulega á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember en fór að þessu sinni fram á Alþjóðadegi móðurmálsins þar sem fresta þurfti athöfninni vegna heimsfaraldurs.

Verðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituð máli. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Að þessu sinni var Sóldís Perla Marteinsdóttir nemandi í 7.BÓ tilnefnd til verðlaunanna úr hópi nemenda í Ártúnsskóla. Við óskum henni hjartanlega til hamingju.