Skip to content

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á morgun miðvikudag er samskiptadagur í grunnskóladeildinni. Viðtölin fara að þessu sinni að mestu fram í fjarbúnaði og kennarar hafa sent út fundarboð til foreldra. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru.

Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum fimmtudag og föstudag 17. og 18. febrúar.  Vetrarleyfi tekur til allrar starfsemi grunnskólans, þ.m.t. Skólasels. Skólastarf hefst eftir vetrarleyfi mánudaginn 21. febrúar skv. stundaskrá.

Það má gera margt skemmtilegt í vetrarfríinu, hér má kynna sér dagskrá frístundamiðstöðva, safna og menningarstofnana  https://sites.google.com/gskolar.is/vetrarfriireykjavik/