Skip to content

Úrslit Ljóðafljóðs 2021

Menntamálastofnun í samstarfi við KrakkaRuv stóð fyrir ljóðasamkeppni meðal grunnskólabarna og var ljóð Sóldísar Perlu Marteinsdóttur nemanda í 7. bekk valið besta ljóðið á miðstigi.

Í umsögn dómnefndar segir:  Ljóðið býr yfir dulúð og von. Uppbygging þess er vel skipulögð og flott, auk þess sem það hefur skýra innri tímaframvindu sem fólgin er í lögmálum sólarinnar á norðurhveli jarðar. 

Sólin ei sest
þótt kvölda taki
það er komið vor.

Vindurinn dansar
á háu fjalli
ég sé þig þar.

Þótt kalt sé nú
á hljóðri vetrarnótt
mun ávallt vora aftur.

Sólin er sofnuð
máni tekur völd
með kaldri golu.

Sóldís Perla Marteinsdóttir, verðlaunahafi á miðstigi

Við óskum Sóldísi Perlu innilega til hamingju með sigurinn. Einnig er gaman að segja frá því að viðtal við hana var sýnt  í þættinum Húllúmhæ á KrakkaRuv þann 28. janúar s.l.  Sjá hér: https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/hullumhae/30713/9jc3rk

 Önnur ljóð sem vöktu athygli dómnefndar og voru á meðal þeirra bestu á miðstigi eru eftir þær Söru Einarsdóttur og Elísabetu Maríu Jónatansdóttur í 7. bekk og birtust ljóðin þeirra á vefsíðu mms.is

https://mms.is/frettir/urslit-ljodaflods

Yfir vatnið
yfir sjó
þá kemur landið.

Vornótt eina
einn daggardropi
á einu blaði.

Ég sit hér
en hugurinn
í draumi.

Klukkan tifar
en tíminn stoppar
er ég bíð.

Lítil hús
í litlu þorpi
í stórum dal.

Sara Einarsdóttir 7. bekk  Ártúnsskóla

Haust
laufin falla
gul og rauð.

Sólin
svo falleg
svo björt.

Fuglinn
svífur um
syngur fagra söngva.

Elísabet María Jónatansdóttir 7. bekk  Ártúnsskóla

Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með árangurinn.