Skip to content

Hönnuður merkis – Aníta Líf sigurvegari

Verkefnið Heimsræktun, School Permaculture Garden, er samstarfsverkefni fjögurra skóla í jafn mörgum löndum. Heimsræktun snýst um sjálfbærni, vistræktun og lýðræði. Eitt af lýðræðislegu verkefnunum var að nemendur í öllum skólunum gátu sent inn tillögur að merki verkefnisins og fengu síðan að kjósa bestu tillöguna. Sú mynd sem þótti best heppnuð er nú orðin opinbert merki verkefnisins.  Hönnuður merkisins er Aníta Líf Ómarsdóttir í 7. BÓ.
Hægt er að sjá merkið og lesa meira um verkefnið á slóðinni: https://twinspace.etwinning.net/91903/home

Við óskum Anítu Líf til hamingju með árangurinn.