Skip to content

Bólusetningardagur nemenda í 1. – 6. bekk

Miðvikudaginn 2. febrúar er seinni bólusetningardagur barna í 1. – 6. bekk Ártúnsskóla og lýkur kennslu þennan dag kl. 11:00 hjá nemendunum. Þetta er gert til þess að foreldrar/forráðamenn hafi ráðrúm til að koma börnun sínum í bólusetningu þennan dag á tilsettum tíma. Frístundaheimilið Skólsel er opið skv. hefðbundinni opnun frá kl. 13:20. Skóladagur nemenda í 7. bekk er óskertur og verður kennsla skv. stundaskrá.

Allar upplýsingar sem varða bólusetninguna koma frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og foreldrum bent á að leita til hennar ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd hennar.