Skip to content

Jólatré sótt

Í dag fór 1. bekkur og sótti jólatré fyrir skólann. Þau áttu góða stund saman úti í snjónum og komu alsæl til baka með fallegt jólatré fyrir skólann. Tréð mun prýða sal skólans fram til jóla. Í vor munu þau svo gróðursetja í skóginum okkar tré í stað þess sem sagað var niður í  ár.

Myndir frá ferðinni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.