Skip to content

Jóga í íþróttum

Í íþróttum hjá 1. og 2. bekk í desember er Hanna Sóley með jóga. Í desember er nauðsynlegt að muna að hafa stundum rólegt og er ein leiðin til þess er að kynna jóga fyrir börnunum. Börnin fóru í fyrsta jóga tímann í morgun fimmtudag. Jógarilla eru jóga spjöld sem oft er notast við í tímunum. Þar er górilla sem sýnir æfingarnar og börnin herma eftir górillunni og Hönnu.