Skip to content

Hrekkjavaka

Á morgun verður hrekkjavaka í skólanum og nemendur mega koma í búningum í skólann (vopn þarf þó að skilja eftir heima). Foreldrafélag skólans stendur fyrir tveimur hrekkjavökuböllum eftir skóladaginn. Ball fyrir leikskóladeild og 1. – 4. bekk verður frá 17:30 – 19:00 og ball fyrir miðstig 5. – . 7. bekk frá kl. 20:00 – 21:30.

Frítt er inn á ballið en sjoppa verður á staðnum og þar verður eingöngu tekið við peningum (enginn posi).