Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ var haldið á dögunum og var þátttakan mjög góð. Nemendur voru mjög duglegir  og sprettu glaðir úr spori í veðurblíðunni.  Þeir sem ekki gátu hlaupið vegna meiðsla fengu að aðstoða við skráningu, svo allir tóku þátt á einn eða annan hátt.

Það voru 14 nemendur sem fóru 10 km eða 5 hringi sem er mjög góður árangur. Nemendurnir fóru samtals 886 km í hlaupinu, það var ýmist hlaupið, labbað eða skokkað.