Skip to content

Gróðursetning birkitrjáa

Nemendur Ártúnsskóla létu veðrið ekki á sig fá í síðustu viku heldur fóru út í roki og rigningu eða hagléli og gróðursettu 430 birkiplöntur. Notaðar voru svokallaðar geispur til að planta með. Yngri nemendur plöntuðu á skólalóðinni til að þar verði meira skjól í framtíðinni. Eldri nemendur unnu í grenndarskóginum og sóttu þangað smíðavið í leiðinni, en nýlega fengum við skógarhöggsmenn til að snyrta og grisja ákveðin svæði í skóginum.