Skip to content

Úti íþróttir á haustdögum

Íþróttakennsla hefur mest megnis farið fram úti núna á haustdögum. Yngstu börnin í fyrsta og öðrum bekk hafa  verið einstaklega dugleg í tímunum.  Það hefur verið farið í göngutúra um hverfið og gerðar æfingar, hlaupið og æft sig í að fara eftir reglum úti í hóp.

Í göngutúrunum gengur íþróttakennarinn fremstur og nemendur mega ekki taka fram úr kennaranum. Þegar það er stoppað og fari í leiki þá er reglan sú að sjá alltaf Hönnu Sóley og koma þegar hún flautar.  Börnin hafa verið mjög dugleg að fara eftir reglunum. Í dag var farið í grenndarskóg Ártúnsskóla og þar gilda sömu reglur.

Annar bekkur kláraði svo íþróttatímann sinn í dag á því að gera öfuga handstöðu upp við vegg skólans eins og sjá má á myndinni með fréttinni.

Það er skemmtilegt að vera úti og börnin eru kát og glöð. Íþróttakennslan verður áfram úti á meðan veðrið er gott en ef það er úrhellis rigning verður farið inn.