Skip to content

Skólasetning

Skólasetning grunnskóladeildar verður mánudaginn 23. ágúst og er án aðkomu foreldra að þessu sinni vegna sóttvarnarreglna í samfélaginu.

Nemendur í 2. – 4. bekk mæta kl. 10:00
Nemendur í 5. – 7. bekk mæta kl. 11:00

Nemendur í 1. bekk mæta í viðtal ásamt foreldrum sínum til umsjónarkennara þennan dag og boðun viðtala hefur nú þegar farið fram.

Skólastarf verður með hefðbundnum hætti í skólabyrjun og við kappkostum að svo verði í vetur. Ef foreldrar eiga erindi í skólann þessar fyrstu vikur skólaársins þá óskum við eftir að þeir séu með grímu og passi vel upp á persónubundnar sóttvarnir.