Skip to content

Lestrarhestar Ártúnsskóla

Nemendur í Ártúnsskóla hafa verið mjög duglegir að lesa í vetur. Á föstudagssamverum vetrarins hafa nemendur fengið viðurkenningar fyrir lestur sem skólasafnið stendur fyrir og nemendur hafa verið duglegir að taka þátt.  Þó svo að samverurnar okkar hafi legið niðri á tímabili voru viðurkenningar afhentar í kennslustofum meðan það tímabil gekk yfir.

Rannsóknir hafa sýnt að lestrarfærni nemenda hrakar mjög yfir sumarmánuðina. Við viljum því hvetja nemendur til að slá ekki slöku við í sumarleyfinu og halda lestrarfærni sinni við. Það er skemmtilegt lestrarverkefni á vegum Menntamálstofnunar í sumar sem við vonum að allir taki þátt í. Sjá nánar hér: https://mms.is/frettir/sumarlestur-2021.  Bókasöfn borgarinnar bjóða nemendum upp á frí bókasafnskort og heimsókn á bókasafn  hverfisins er góð afþreying í sumarleyfinu.

Myndir frá afhendingum viðurkenninganna í vetur er að finna í myndaalbúmi heímasíðunnar.