Skip to content

Vorhátíð

Það var hátíðisdagur hjá okkur í dag. Skólinn fékk afhentan grænfána í fimmta sinn en við höfum flaggað fána síðan árið 2008. Sigurlaug Arnardóttir verkefnastjóri hjá Landvernd kom í heimsókn og afhenti okkur fánann við hátíðlega athöfn. Það var umhverfisráð skólans sem tók á móti fánanum að viðstöddum nemendum skólans. 

Að athöfn lokinni voru leikjastöðvar fyrir nemendur þar sem m.a. var andlitsmálun, sápukúlur, fótbolti, sipp, slökun og fleira skemmtilegt.  Foreldrafélag skólans bauð svo gestum upp á sýningu frá BMX brós  og þeir komu og léku listir sínar fyrir okkur við mikinn fögnuð viðstaddra. Að dagskrá lokinni voru grillaðar pylsur og djús fyrir alla.

Myndir frá deginum eru komnar inn í myndaalbúm síðunnar.