Skip to content

Gönguferð 7.LR

Nemendur í 7. LR fóru í sinn árlega lengri göngutúr sem allir árgangar fara í að vori í liðinni viku. Í ár héldu þau að Vífilsstaðavatni þar sem nemendur fengu að njóta náttúrunnar í veðurblíðunni og kynnast hinu fjölbreytta fuglalífi sem er við vatnið. Viðbrögð fuglanna sem voru að vernda varpsstaði sína voru áhugaverð til að fylgjast með og nemendur fundu hræ af önd sem skapaði miklar umræður um líf og lífsskilyrði fugla á svæðinu og hvaða hættur þeir þurfa að varast.