Skip to content

Föstudagssamvera hjá 1. bekk

Nemendur í 1. BJ voru með föstudagssamveru á sal í morgun. Vegna sóttvarnarreglna var bekkjunum skipt í tvo hópa. Fyrst komu saman nemendur í 5. – 7. bekk og svo 2. – 4. bekk ásamt elstu börnum leikskólans. Nemendur 1. bekkjar stigu því tvisvar á svið og sýndu okkur myndband frá skólastarfi sínu í vetur og sungu svo fyrir okkur lagið Furðuverk. Við höfum saknað þess mikið í vetur að samverurnar hafa ekki skipað eins stóran sess í skólastarfinu og vanalega og hlökkum til næsta skólaárs þar sem þær fá aukið vægi á ný.