Skip to content

Útinám í 3. bekk

Nemendur í 3.bekk hafa verið duglegir að læra utandyra í vor, meðal annars voru leiktæki á skólalóðinni mæld á alla kanta. Einnig voru búnir til flekar úr trjágreinum sem síðan fengu að sigla niður Elliðaárnar. Í einni kennslustundinni var farið niður í hólmann í Elliðaárdalnum. Þar ofbauð nemendum ruslið sem einhverjir höfðu skilið eftir og vildu börnin hreinsa til. Þau fundu sér því náttúruleg áhöld til að þurfa ekki að taka ruslið með berum höndum, trjábörkur og greinar fengu þarna nýtt hlutverk.

Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi síðunnar.