Skip to content

Danskennsla

Það er árlegur viðburður hjá okkur að fá Ragnar danskennara til þess að fara í nokkur grunnspor í samkvæmisdönsum með krökkunum.  Ragnar er búinn að vera síðustu vikurnar í dönsum eins og enskum valsi og cha cha cha og hafa allir haft gagn af og flestir gaman. Dansbikar Ártúnsskóla fengu krakkarnir í 7. bekk þetta árið og óskum þeim til hamingju.  Af því tilefni var tekin mynd af krökkunum með tveimur danspörum úr dansskólanum.

Ragnar vildi fá að koma því á framfæri að nokkrir nemendur hefðu sýnt áhuga á að prófa að æfa dans.  Hægt er að hafa samband við Ragnar á netfangið dansa@dansa.is