Skip to content

Aðalfundur FUÁ

Aðalfundur nemendafélags Ártúnsskóla (FUÁ) var haldinn á skólalóðinni í dag 21. maí. Fráfarandi stjórn fór yfir verkefni vetrarins og hápunkt vorsins sem er fótboltamót FUÁ sem fram fer þann 8. júní næstkomandi. Nýkjörnir fulltrúar fyrir næsta vetur voru einnig kynntir á aðalfundinum sem og nýir fulltrúar nemenda í skólaráð skólans.

Fulltrúar í FUÁ næsta vetur
Úr 4. bekk – Hekla Margrét og Viktor Áki. Varamaður Sigurlaug.
Úr 5. bekk – Sara Líf og Viktor Örn. Varamaður Svandís.
Úr 6. bekk – Rakel Una, Gabríel og Sara. Varamaður Ragnheiður Gróa.

Fulltrúar nemenda í skólaráði næsta skólaár verða Bjartmar Lindberg úr 5. bekk og Guðrún Lilja úr 6.bekk.

Myndir frá fundinum má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.