Skip to content

Gönguferð á Úlfarsfell

Í dag fórum við öll saman í fjallgöngu á Úlfarsfell, allur grunnskólinn og elstu börn leikskólans.  Ferðin hófst á rútuferð upp í Úlfarsárdal og þaðan gengum við öll saman upp á Úlfarsfell. Það var fremur kalt á toppnum en allir náðu þangað og þar snæddum við nesti. Fjallgangan tókst með eindæmum vel og það komu allir kátir og glaðir til baka.

Myndir frá ferðinni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.