Skip to content

Frá samveru 3.HÞ

Það var gleðistund í morgun þegar nemendur í 3.HÞ stigu á svið á föstudagssamveru og fluttu lag Skálmaldar ,,Narfi” fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur höfðu verið í þemavinnu um norræna goðafræði og atriði þeirra var hluti af vinnunni. Þetta var fyrsta skemmtun vetrarins í umsjón árganga og við hlökkum til að sjá hina bekkina stíga á sviðið góða á næstu vikum.