Leikjanámskeið vinaliða

Í dag kom verkefnastjóri vinaliðaverkefnins á Íslandi til okkar og var með leikjanámskeið frá kl. 9 – 12 fyrir þá nemendur sem eru vinaliðar í ár. Nemendur lærðu marga nýja leiki sem þeir munu kenna skólafélögum sínum í frímínútum fram á vorið.
Vinaliðaverkefnið eflir félags- og leiðtogafærni nemenda á sama tíma og verkefnið hefur forvarnargildi gegn einelti fyrir allan skólann. Eitt aðalmarkmiðið er að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum þar sem öllum stendur til boða að taka þátt.
Nánari upplýsingar um vinaliðaverkefnið má nálgast á vef verkefnisins vinalidar.is