Skip to content

Verðlaunasæti í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit skólahverfis Árbæjar og Grafarholts í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Árbæjarkirkju í dag 11.  mars. Fulltrúar okkar í keppninni í ár voru Bjarni Gabríel Bjarnason og Mirra Emilsdóttir úr 7.LR. Þau lentu bæði í úrslitasætum. Mirra varð í öðru sæti og Bjarni Gabríel í þriðja sæti. Við erum afskaplega stolt af þeim og óskum þeim til hamingju með árangurinn.