Skip to content

Öskudagur og úrslit í lestrarspretti

Það var einstaklega gaman hjá okkur í skólanum í dag þar sem nemendur og starfsfólk í skemmtilegum búiningum settu svip á skólastarfið.

Við fórum öll saman út og sungum og úrslit voru kynnt í lestrarspetti skólans. Allir bekkir fengu viðurkenningu fyrir lesturinn og allt í allt lásu nemendur 77.606 mínútur sem gerir 1293 klukkutíma og 26 mínútur sem gerir næstum því 54 daga. Frábær árangur. Verðlaun voru veitt fyrir flestar lesnar mínútur og nemendur í 3. bekk unnu keppnina á yngra stigi og nemendur í 7. bekk unnu keppnina á miðstigi.

Myndir frá deginum eru komnar í myndaalbúm heimasíðunnar.