Skip to content

Hundrað daga hátíð

Í dag héldu nemendur 1. BJ upp á hundraðasta daginn sinn í skóla. Nemendur undirbjuggu hátíðina með því að skreyta stofuna og búa til kórónur en hver kóróna var með 10 strimla og 10 hlutir voru teiknaðir á hvern strimil, samtals 100 hlutir.  Nemendur teiknuðu einnig af sér  sjálfsmyndir þegar þeir yrðu 100 ára, sem prýða nú stofuna.

Fjölbreytt verkefni voru unnin í tilefni dagsins, eins og að reisa byggingu úr 100 kaplakubbum en þá þurfti að byrja á því að telja og taka saman 100 kubba áður en byggingavinnan gat hafist. Nemendur fóru einnig á Árbæjarsafn og fengu fræðslu um lífið á Íslandi fyrir 100 árum síðan.

Foreldrar tóku svo þátt með því að telja með börnunum 100 góðgæti heima til að taka með á sameiginlegt veisluborð í skólanum. Nemendur buðu skólastjórnendum til veislu og lásu fyrir þær 100 algengustu orðin í ritmáli sem börnin hafa verið að æfa sig að lesa bæði í heimalestri og í skólanum.

Fleiri myndir eru svo í læstu myndaalbúmi heimasíðunnar.