Skip to content

Tækjastund í umbun í 5. bekk

Nemendur í 5. bekk hafa verið duglegir að mæta í skólapeysunum sínum og völdu í samráði við kennarann sinn umbun og fyrir valinu að þessu sinni var að hafa tækjastund. Tækjastundin var eftir hádegi í dag en þar sem það hafa ekki allir gaman af tölvum og símum þá valdi  einn nemandi að koma með vöfflujárn og vöffludeig í tækjastundina og bakaði fyrir bekkjarfélaga sína. Það vakti mikla gleði hjá bekkjarfélögunum sem gæddu sér á gómsætum vöfflum í lok dags.

Fleiri myndir má sjá í læstu myndaalbúmi síðunnar.