Skip to content

Lestrarviðurkenningar

Nemendur skólans eru mjög duglegir að lesa þessa dagana enda að síga á seinni hluta lestrarsprettsins sem lýkur á mánudaginn. Nemendur hafa verið duglegir að safna mínútum í lestrinum en samhliða því hafa nemendur verið að lesa bækur sem tilheyra dreka- og prinsessulestri  skólasafnins.

Um miðja næstu viku kemur í ljós hvaða bekkir fá verðlaun fyrir flestrar mínútur í lestrarsprettinum. Verðlaun verða veitt fyrir flestar mínútur hjá  1. – 4. bekk og 5. – 7. bekk.