Skip to content

Stjörnur í smíðakennslu

Nemendur í 2.BS voru að læra ýmislegt um tré og viðarnotkun, svo sem að engin tegund lifandi trjáa heitir jólatré, hvaða tilgang könglar hafa og hvernig hægt er að telja árhringi. Einnig æfðu allir handtökin við að negla nagla á réttum stöðum og hæfilega djúpt í fjöl. Með því að vefja bandi um naglana í réttri röð urðu til hinar fallegustu stjörnur.