Skip to content

Lestur er bestur

Á skólasafni skólans eru nemendur að keppast við að safna viðurkenningum fyrir lestur og þessar ungu stúlkur fengu viðurkenningu í dag fyrir sinn lestur.

Á mánudaginn hefst lestrarsprettur skólasafnsins þar sem allir nemendur ætla að keppast við að lesa sem mest. Lestrarspretturinn stendur yfir frá 18. janúar til 1. febrúar og í ár verður lesturinn mældur í fjölda mínútna. Skráningin á lestrinum fer fram hjá nemendum og foreldrar/forráðamenn og kennarar þurfa að kvitta fyrir lestrinum. Sá bekkur sem les flestar mínútur að meðaltali vinnur til verðlauna. Keppt verður í tveimur flokkum, annars vegar 1. – 4. bekkur og hinsvegar 5. – 7. bekkur.