Skip to content

Bókagjöf og bókakynning

Bjarni Fritzson höfundur hinna vinsælu bóka um Orra óstöðvandi og vinkonu hans Möggu Messi var svo góður að gefa Ártúnsskóla tuttugu og fimm eintök af bók númer tvö í seríunni sem ber heitið Orri óstöðvandi: Hefnd glæponanna sem hann hlaut Bókaverðlaun barnanna fyrir í ár. Þessi gjöf kemur sér mjög vel fyrir skólann enda eru nemendur mjög hrifnir af bókunum um Orra og bækurnar yfirleitt í útláni á bókasafni skólans.  Þökkum við Bjarna innilega fyrir gjöfina.

Það má auk þess nefna að ný bók um Orra sem heitir Orri óstöðvandi: Bókin hennar Möggu Messi kom út núna fyrir jólin og þar sem ekki var hægt að fá höfunda til að koma og lesa upp í skólanum vegna covid-19 sendi Bjarni upplestur til skólans á rafrænu formi og sendi öllum nemendum bókamerki að gjöf.