Skip to content

Upplestur í fjarbúnaði

Í dag var Ævar Þór Benediktsson rithöfundur með upplestur í fjarbúnaði fyrir nemendur í 4. – 7. bekk þar sem hann las upp úr nýrri bók sinni ,,Þín eigin undirdjúp“. Ævar er margverðlaunaður höfundur og nemendur höfðu gaman af upplestrinum í skólastofum sínum. Ævar hefur komið í nokkur ár og lesið upp úr nýjum bókum fyrir jólin og að þessu sinni þurftum við að nýta tæknina til þátttöku sem tóks vel.