Skip to content

Íslenskuverðlaun ungafólksins

Íslenskuverðlaunum unga fólksins i bókmenntaborginni Reykjavík er úthlutað árlega á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. Markmið þeirra er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs.  Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.  Vegna COVID-19 og samkomutakmarkana voru verðlaunin í ár afhent í skóla verðlaunahafa.

Verðlaunin eru veitt nemendum sem hafa:

  • sýnt færni, frumleika og sköpunargleði við að tjá sig á íslensku í ræðu og/eða riti,
  • sýnt leikni í að nota tungumálið sem samskiptatæki, ýmist í hagnýtu eða listrænu skyni, t.d. á sviði samræðulistar eða ljóðrænnar framsetningar,
  • tekið miklum framförum í íslensku.

Að þessu sinni var Valdimar Ísfeld Snæbjörnsson nemandi í 7. LR tilnefndur til verðlaunanna.  Við óskum honum hjartanlega til hamingju.