Skip to content

Skrímsli

Heimaverkefni nemenda 5. bekkjar síðustu viku var að búa til skrímsli, mæla stærð þess og velja því nafn og eiginleika. Einnig átti að semja reglur fyrir samfélag skrímslisins og skrifa sögu um það. Föstudaginn 13. mættu svo öll þessi skrímsli í skólann og voru kynnt fyrir bekknum og hinum furðuverunum sem nemendur höfðu skapað úr ýmsum efniviði. Þetta var skemmtilegt samþættingarverkefni sem innihélt m.a. ritun, mælingar, handverk, samfélagsfræði og málfræði, allt tengt saman í skapandi vinnu.