Skip to content

Hrekkjavaka

Við gerðum okkur glaðan dag í skólanum í dag og klæddumst búningum í tengslum við hrekkjavökuna. Foreldrafélag skólans gaf skólanum efni til skreytingar og sendi öllum nemendum hrekkjavökumuffins í tilefni dagsins. Samkvæmt skóladagatali var líka bangsadagur þannig að einhverjir bangsar fengu að koma með í skólann. Í hádeginu borðuðum við pizzu og ís og nemendur komu með sparinesti svo við höfum gert aldeilis vel við okkur í tilefni dagsins.

Við þökkum foreldrafélagi skólans kærlega fyrir stuðninginn og glaðninginn. Nemendur voru alsælir með uppákomuna og nutu dagsins.

Myndir frá deginum eru í læstu myndaalbúmi heimasíðunnar.