Skip to content

Stjórn FUÁ og skólaráðsfulltrúar

Nemendur í stjórn FUÁ, nemendafélags skólans kynntu sig og starf nemendafélagsins á föstudagssamverunni í morgun. Stjórnin sýndi nemendum hugmyndakassa sem verður inni á bókasafni. Þar geta allir nemendur skólans sett inn hugmyndir að starfi nemendafélagsins fyrir veturinn.

Í skólaráði eiga tveir nemendur sæti hvert ár. Í ár sitja fyrir hönd nemenda í skólaráði Sóldís Perla og Valdimar Ísfeld. Þau sögðu einnig frá sínu hlutverki á samverunni og hvöttu samnemendur til að koma til sín með atriði til að ræða á skólaráðsfundum.