Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ á íþróttadegi

Á morgun miðvikudag er íþróttadagur hjá okkur í grunnskóladeildinni og að þessu sinni ætlum við að hlaupa Ólympíuhlaup ÍSÍ í tilefni dagsins. Að hlaupi loknu verða fimm stöðvar í boði fyrir nemendur þar sem nemendur velja sér stöðvar til að fara á.

Við minnum nemendur á að koma klæddir eftir veðri þennan dag og í þægilegum hlaupaskóm.

Skóladegi lýkur klukkan 12:40 eftir hádegismat hjá nemendum og þá fara nemendur heim nema þeir sem eiga vistun í Skólaseli.

Myndir frá deginum má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.