Skip to content

Göngum í skólann

Dagana 2. september til 7. október tekur Ártúnsskóli þátt í verkefninu Göngum í skólann.
Megin verkefni okkar þetta árið er að kortleggja öruggar gönguleiðir að skólanum, sem og varasama staði. Nemendur munu ræða saman um efnið og jafnvel fara út og skoða aðstæður, leiðirnar verða svo merktar inn á kort af hverfinu. Markmiðið er að börnin viti hvaða leiðir eru öruggastar fyrir þau til að komast gangandi í skólann. Hér má sjá stutt og skemmtilegt myndband (3 mínútur) um efnið:
http://www.umferd.is/media/umferd.is/07_Uti_i_umferdinni_Leidin_i_skolann_1.mp4 

Að sjálfsögðu hvetjum við alla nemendur til að koma gangandi í skólann ef mögulegt er, en til að fá hressandi gönguferð á morgnana gætu þeir sem ekki búa í hverfinu og koma í bíl stoppað við Árbæjarsafn og gengið þaðan.