Skip to content

Ella og Ragnheiður hætta í leikskólanum

Ella og Ragnheiður eru að hefja þá vegferð að hætta störfum og fara á eftirlaun. Ella hefur unnið í leikskólanum okkar í 31 ár sem hét lengst af Kvarnaborg . Ragnheiður hóf störf í leikskólanum þegar hann opnaði 1987 og fór svo að vinna á öðrum leikskólum og endar starfsferil sinn hjá okkur. Þær hafa báðar unnið sem leikskólakennarar í 45 ár í þágu barna í Reykjavík og þökkum við þeim kærlega fyrir sitt framlag til menntunnar leikskólabarna og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Þær voru kvaddar með pompi og prakt í sal leikskólans þar sem þær fengu kórónur eins og sönnum drottningum sæmir og voru leystar út með gjöfum.