Skip to content

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Pétur Atli Kárason nemandi í 7. bekk var í ár tilnefndur til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Ártúnsskóla. Pétur Atli var tilnefndur fyrir að vera jákvæð fyrirmynd og einstaklega samvinnufús og hjálpsamur við alla skólafélaga. Hann er leiðandi í jákvæðum samskiptum og nýtur trausts og virðingar skólafélaga og starfsfólks Ártúnsskóla. Pétur Atli býr yfir mikilli þrautseigju, er úrræðagóður og traustur námsmaður. Auk þess er hann einstaklega ljúfur og umhyggjusamur og hefur tileinkað sér jákvætt og uppbyggjandi lífsviðhorf.

Til hamingju Pétur Atli. Fleiri myndir frá afhendingu verðlaunanna má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.