Skip to content

Síðustu dagar skólaársins

Þessa vikuna vorum við mikið úti við. Á þriðjudaginn var grillveisla á lóð leikskólans þar sem allir léku sér saman og á miðvikudaginn var fótboltamót FUÁ sem fór vel fram og nemendur sýndu prúðmannlega framkomu innan sem utan vallar. Nemendur í 7. bekk unnu mótið að þessu sinni og við óskum þeim til hamingju.

Síðasti skóladagur þessa skólaárs var í dag í grunnskóladeildinni en Sumarfrístund tekur við í næstu viku fyrir þá sem þar eru skráðir.

Myndir frá þessum viðburðum eru komnir inn á heimasíðu skólans.