Skip to content

Útskrift frá leikskóladeild

Útskrift elstu barnanna í leikskólanum var í dag og heppnaðist hún mjög vel. Börnin völdu pizzu í hádegismat og súkkulaðiköku í síðsdegishressingu í tilefni dagsins. Íslenski fáninn var dreginn að húni í tilefni dagsins og útskriftarbörnin sungu fyrir börn og starfsfólk leikskólans og fengu afhent útkriftarskjal, rós og ferilmöppu sína.

Myndir frá athöfninni má sjá í myndaalbúmi síðunnar.