Skip to content

Vinaliðar – þakkardagur

Í dag var þakkardagur fyrir vinaliðana okkar í 4. – 7. bekk. Í lok hverrar annar fá vinaliðar þakkardag sem þakklæti fyrir vel unnin störf. Þeir nemendur sem eru vinaliðar hverju sinni sjá um leiki í morgun frímínútum fyrir skólafélagana, sem allir eru hvattir til að taka þátt í.
Vinaliðarnir fóru í skemmtilegan ratleik í í dag grenndarskóginum okkar sem endaði í kökuskreytingarkeppni,  þeir fóru á veitingastað í hádegismat og enduðu daginn á því að borða fallega skreyttar kökurnar sem þeir útbjuggu í leiknum.

Nánari upplýsingar um vinaliðaverkefnið má nálgast hér. 

Myndir frá deginum má nálgast í myndaalbúmi síðunnar.