Skip to content

Lestrarviðurkenningar og aðalfundur FUÁ

Lestrarsprettur skólans í ár varð fremur endaslepptur þar sem honum lauk í miðju covid-19 tímabili og skertu skólahaldi þannig að ekki náðist að ljúka honum formlega. Í dag fengu allir bekkir viðurkenningarskjal á föstudagssamveru fyrir dugnað í lestrarsprettinum. Á skólabókasafninu okkar er hægt að fá viðurkenningar fyrir lestur í prinessu-, trölla- og drekabókum og nemendur eru mjög kappsamir að safna viðurkenningum í þeim lestri í vetur.

Eftir hefðbundna samveru með afhendingum viðurkenninga og söng tók við aðalfundur FUÁ þar sem stjórn félagsins fór yfir störf vetrarins og kynnti fulltrúa næsta árs.

Fleiri myndir frá samerunni eru í myndaalbúmi síðunnar.