Skip to content

Heimsræktun

Ártúnsskóli tekur næsta árið þátt í Erasmus+ verkefninu Heimsræktun (School´s Permacultural Garden) ásamt skólum í Króatíu, Norður-Makedóníu og á Möltu. Íslenska nafnið var valið af nemendum í 5.BÓ, en þeir eru leiðtogar innan skólans í þessari vinnu.

Í skólanum verða unnin ýmis verkefni sem tengjast umhverfismálum, heilsusamlegu mataræði, lýðræðislegum vinnubrögðum, samfélagsmálum, leiðtogahæfni og ræktun matjurta. Einnig munu allir skólarnir leggja til mataruppskriftir í rafræna uppskriftabók.