Skip to content

Ruslahreinsun í hverfinu

Nemendur voru glaðir að komast í skólann sinn á nýjan leik í vikunni og voru ánægðir að hitta aftur skólafélaga sína.  Við notuðum góða veðrið í dag til að hreinsa til í hverfinu þar sem nemendur fóru og tíndu rusl í öllum götum hverfisins og í grenndarskóginum okkar. Ruslahrúgan var ansi stór í lok dagsins.