Skip to content

Tími til að lesa

Þann 1. apríl var hleypt af stokkunum lestarverkefni fyrir þjóðina alla þar sem börn og fullorðnir eru hvattir til að nýta tíma til lesturs í samkomubanni. Lestrarátakið er frá 1. – 30. apríl og þjóðin keppir að því markmiði að slá heimsmet í lestri.  Þetta verkefni er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Eins og við vitum þá er lestur sérstaklega mikilvægur fyrir börn þar sem lestur er gríðalega stór þáttur í námsárangri. Nú þegar við eigum að ferðast heima um páskana þá er svo sannarlega tími til að gera eitthvað skemmtilegt í tengslum við lestur. Við hvetjum alla til að taka þátt í verkefninu Tími til að lesa og skrá sig til leiks.