Skip to content

Bangsar í glugga – lífbreytileiki

Verkefni sem gengur í landinu bangsar í glugga er að vekja eftirtekt margra og mörg heimili eru að taka þátt.  Bæði með því að setja bangsa í glugga sem og að fara út og telja bangsana og skoða.

Landvernd vekur athygli á málinu í tengslum við lífbreytileika og það er svo gaman að lífbreytileiki er eitt af markmiðum skólans í ár í umhverfismennt.

Á heimasíðu Landverndar má sjá upplýsingar um bangsana og tengsl við lífbreytileika. 

Vonandi taka sem flestir þátt.