Skip to content

Skólastarf 17. – 20. mars

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag grunnskólastarfs, sem mun taka talsverðum breytingum í því samkomubanni sem lagt hefur verið á og tók gildi á miðnætti. Óhjákvæmilega felur það í sér að skólastarf verður ekki með sama hætti og áður og ný framkvæmd á skólastarfinu tekur tímabundið við frá morgundeginum, þriðjudeginum 17. mars.

Markmiðið með öllum þessum aðgerðum sem munu koma til framkvæmda í grunnskólum og leikskólum er að tryggja sem mest öryggi gagnvart mögulegu smiti.

Allar upplýsingar um skipulag voru sendar í tölvupósti í dag. Skipulagið verður svo endurskoðað í lok vikunnar.

Við þökkum ykkur fyrir skilning á þessum fordæmalausu aðstæðum sem kalla á þessa framkvæmd og væntum góðs samstarfs milli skóla og heimilis.